Skapaðu veflausnir frá hugmynd að veruleika

More Info

< Vefþróun með áherslu á viðmótsforritun />

Tækniskólinn býður uppá tveggja ára nám í vefþróun með áherslu á viðmótsforritun. Námi í vefþróun er ætlað að svara aukinni þörf atvinnulífsins á vef- og viðmótsforriturum. Menntun á sviði vefþróunar krefst sífellt meiri sérhæfingar og með þessu námi gefst kostur á sérsniðinni námsleið í viðmóti, notendaupplifun og forritun veflausna.

Skoða nánar
<span>Hönnun og</span>forritun

Hönnun ogforritun

Nám í vefþróun er eina námið hér á landi sem sameinar kennslu í vefhönnun, viðmóti og vefforritun.

<span>Náið samstarf kennara </span>og nemenda

Náið samstarf kennara og nemenda

Sérstaða námsins felst í fámennum nemendahópi, góðu aðgengi að kennurum, námsumhverfi sem stuðlar að samheldni og samvinnu nemenda.

Tengsl víð atvinnulífið

Tengsl víð atvinnulífið

Í náminu er rík áhersla lögð á tengsl við atvinnulífið og fagaðila innan vefiðnaðarins.

“Ég kom inn í námið með miklar væntingar og get ekki sagt annað en að þær hafa algjörlega staðist. Það er greinilega mikill metnaður af hálfu stjórnenda og kennara og áhuginn hjá bekknum líka mikill. Hópurinn frábær, kennslan skemmtileg og ég er bara spennt að mæta á hverjum degi!”

-Birna Bryndís, fyrrverandi nemandi í Vefskólanum

“Þetta er virkilega skemmtilegt nám. Mér hefði ekki dottið í hug að háskólanám gæti í raun verið svona skemmtilegt eftir að hafa verið lengi í fræðilegu háskólanámi. Verkefnaálagið er engu minna en búast mætti við í HÍ eða HR en verkefnin eru samt miklu skemmtilegri og hagnýtari.”

-Hugrún, fyrrverandi nemandi í Vefskólanum

“Mér fannst vera ákveðin áhætta að sækja um í svona nýtt nám en ég ákvað að slá til og mér finnst ég hafa unnið í lottóinu. Námið er gott og metnaðarfullt og vel hefur tekist að velja kennara og nemendur í námið. Jónatan og Davið standa sig ótrúlega vel við að liðsinna okkur sem erum í náminu og öll samskipti eru til fyrirmyndar”

-Jón Tryggvi, fyrverandi nemandi í Vefskólanum

Þetta nám gjörbreytti lífi mínu, það að komast í nám í fagi sem verður með hverjum degi stærra og stærra eru forréttindi sem ekki öll lönd geta boðið upp á. Ég gæti ekki verið ánægðari með það hvar ég er staddur í dag.

-Arnór Ragnarsson, fyrrverandi nemandi í Vefskólanum

Ég hef mikinn áhuga á vefforritun en fannst vanta nám hér á Íslandi sem sérhæfir sig á því sviði. Ég ákvað því að stökkva á þetta nýja nám og hefur það komið mér mikið á óvart, eftir aðeins eina önn lærði ég svo miklu meira en ég hélt ég myndi gera. Stór ástæða fyrir því er hversu þéttur og góður nemendahópurinn er og frábærir kennarar. Að geta hannað sinn eigin vef og forritað hann síðan heillar mig mikið og mun það klárlega nýtast manni í bransanum.

-Aron Lloyd Green, fyrrverandi nemandi í Vefskólanum

Atvinnutækifæri

Að loknu námi í Vefskólanum eiga nemendur að hafa næga kunnáttu og hæfni til oð koma inn á atvinnumarkaðinn. Viðmótshönnuðir- og vefforritarar starfa meðal annars hjá vefstofum og í vefdeildum hjá stórum og meðal stórum fyrirtækjum sem leggja áherslu á starfsemi á vefnum. Margir starfa þar að auki sjálfstætt.

Sækja um nám

Námi í vefþróun er ætlað að svara aukinni þörf atvinnulífsins á viðmótshönnuðum- og vefforriturum.

Nám í vefþróun er ætlað að svara aukinni þörf atvinnulífsins á viðmótshönnuðum.

Námi í vefþróun er ætlað að svara aukinni þörf atvinnulífsins á viðmótshönnuðum- og vefforriturum.

Námi í vefþróun er ætlað að svara aukinni þörf atvinnulífsins á viðmótshönnuðum- og vefforriturum.

Námi í vefþróun er ætlað að svara aukinni þörf atvinnulífsins á viðmótshönnuðum- og vefforriturum.

Námi í vefþróun er ætlað að svara aukinni þörf atvinnulífsins á viðmótshönnuðum- og vefforriturum.

Helstu samstarfsaðilar

Hefur þú áhuga á samstarfi? Vefskólinn leggur mikla áherslu á samstarf við atvinnulífið og fagaðila innan vefiðnaðarins. Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að vinna með metnaðarsömum nemendahóp eða hefur gott innlegg í fræðslu á sviði vefþróunar, viljum við endilega heyra frá þér.

Hafa samband

Framhaldssnám hjá KEA

Vefskólinn og Copenhagen School of Design and Technology (KEA) hafa gert með sér samstarfssamning sem gerir nemendum Vefskólans kleift að fá námið að fullu metið upp í háskólaeiningar.

Nemendur sem útskrifast frá Vefskólanum hafa möguleika á að bæta við sig þremur önnum í Kaupmannahöfn hjá KEA og útskrifast með B.A í Web Development. KEA er öflugur skóli á sviði tækni og hönnunar og býður upp á alls 30 námsleiðir á B.A og A.P stigi.

Vefsíða KEA

Hafðu samband

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Vefskoli