Þú lærir að þróa, hanna
og forrita veflausnir

Nemandi mun geta hagnýtt þá sértæku þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér að loknu námi til þess að:

 • • Útfæra notendavænar síður með vef- og viðmótsforritun
 • • Vinna sjálfstætt að krefjandi og fjölbreyttum veflausnum
 • • Taka þátt í hópavinnu við vefþróun á faglegan hátt

Vefhönnun

 • Farið verður í leturgerðir, litafræði, grindur (e. grid) og útlitshönnun (e. layout).
 • Unnið með skissur og frumgerðir sem grunntól.
 • Áhersla lögð á mikilvægi undirbúnings við upphaf vefverkefna.
 • Farið verður í hönnun fyrir snjallvefi.

HTML&CSS

 • Gerð verða skil á stökum (e. elements) ívafsmálsins HTML.
 • Farið er í staðla og reglur um framsetningu efnis með stílsniði (e. CSS).
 • Nemandi lærir notkun á veljara (e. selector) í CSS stílsniði ásamt CSS reglum.
 • Unnið er með leturgerðir, texta, grafík, liti og form ásamt yfirferð yfir helstu staðla W3C.

JavaScript I

 • Inngangur að forritun með notkun ECMAScript.
 • Farið er í grunneiningar forritunar eins og breytur, týpur, hluti (e. objects), stýriskipanir og föll.
 • Farið er í hlutbundna forritun (e. object-oriented programming).
 • Áhersla er lögð á þrautalausnir (e. problem solving) í verkefnavinnu.

Notendaupplifun & notendaviðmót

 • Helstu kenningar og hugtök um notendamiðaða viðmótshönnun verða kynnt.
 • Notandinn skoðaður með hliðsjón af mismunandi eiginleikum hans.
 • Áhrif notendaviðmóts á nýtingu hugbúnaðar og veflausna skoðuð.
 • Aðferðafræði notendamiðaðrar hönnunar reifuð ásamt mikilvægi endurtekinna notendaprófana.

Aðgengismál

 • Mismunandi tegundir fötlunar og helstu hindranir sem fatlaðir mæta á vefsíðum skoðaðar.
 • Fjallað verður um mikilvægi þess að fatlaðir notendur hafi gott aðgengi að þjónustu á vefnum.
 • Helstu vafraviðbætur fyrir aðgengi kynntar ásamt umfjöllun um skjálesara og virkni hans.
 • Samlegðaráhrif við leitarvélabestun (e. SEO) skoðuð.

Viðmótshönnun

 • Hefðir og staðlar í notendaviðmóti á vefnum og hugbúnaði skoðaðar.
 • Samspil áherslu á hráa virkni annars vegar og ánægju notenda hins vegar kynnt.
 • Nemendur vinna þarfagreiningu fyrir einfalt þjónustuviðmót, skilgreina notendur og kynna sér þarfir þeirra.
 • Nemendur kynnast mismunandi aðferðum grófhönnunar (e. wireframing) og hjálpast að við að undirbúa og framkvæma notendaprófanir.

Viðmótsforritun

 • Umgjörð notendaviðmóts (e. front-end framework) til uppbyggingar á vef kynnt ásamt SVG og myndvinnslu.
 • Lagður er grunnur að uppsetningu kóða fyrir leitarvélabestun (e.SEO).
 • Nemendur öðlast skilning á CSS kvikun (e. animations and transitions) og CSS umbreytingum (e. transform).
 • Nemendur nýta þekkingu sína við smíði á vef með fallegum og flóknum hreyfingum.

JavaScript II

 • Áhersla er lögð á að vinna með Document Object Model (e. DOM) og Browser Object Model (e. BOM).
 • Mismunandi JavaScript söfn skoðuð og notuð við þróun lausna.
 • Nemendur læra að framkvæma flóknar DOM aðgerðir og vinna með DOM atburði (e. events).
 • Nemndur fá kynningu á virkni vafra og samhæfingu þeirra (e. cross-browser compatability).

Verkefnastjórnun

 • Vinnuferlið við vefþróun ásamt stuðningsferlum kynnt með sérstakri áherslu á Agile hugmyndafræði.
 • Nemendur fá þjálfun í að nota hugbúnað til verkefnastjórnunar og samstæðustjórnunar.
 • Gerð er grein fyrir helstu þróunarlíkönum, aðferðum og stuðningstólum.
 • Nemendur nýta þekkingu sína til að búa til verkefnaáætlanir.
 

JavaScript III

 • Smíðuð eru veföpp sem virka í mismunandi tegundum snjalltækja.
 • Unnið verður með HTML5 forritaskil (e. API) og tengda tækni með JavaScript.
 • Mismunandi JavaScript MVC umgjörðum eru gerð skil ásamt kostum og göllum Single Page App.
 • Nemendur fá þjálfun í að nýta eiginleika snjalltækis sem best fyrir vefapp.

Bakendaforritun

 • Nemendur kynnast vensluðum gagnasöfnum, hönnun þeirra og smíði.
 • Nemendur fá góða innsýn í fyrirspurnarmálið SQL og hvernig það er hagnýtt við smíði gagnagrunna (DDL) og gagnameðhöndlun (DML).
 • Hugtökin vensl, lyklar, hömlur og vísar kynnt ásamt aðferðum við aðgangsstýringu og öryggismál.
 • Nemendur hanna einföld gagnalíkön í XML og meðhöndla þau.
 

Vefþróun I

 • Algengustu vefumsjónarkerfin svo sem WordPress og Drupal skoðuð og hvað þarf að hafa í huga við rekstur þeirra, hýsingu og sérvirkni.
 • Nemendur fá þjálfun í að auka öryggi vefsins.
 • Samstarf sérfræðinga, verkskipting, sérhæfing, samskipti, ábyrgð og mismunandi vinnubrögð í vefiðnaðinum rædd.
 • Möguleikar á áframhaldandi námi skoðaðir ásamt tækifærum á atvinnumarkaði.

Sjálfstætt verkefni

 • Nemandi velur viðfangsefni eftir áhugasviði og vinnur einstaklingsverkefni.
 • Nemandi skilgreinir sjálfur markmið og tilgang verkefnis undir handleiðslu kennara.
 • Hluti verkefnis felst í að skoða og rannsaka framtíðartækninýjungar innan vefþróunar.
 • Nemendur fá tækifæri til að vinna með fagaðilum.

Vefþróun II

 • Áhersla er lögð á að kynna vinnuumhverfi viðmótsforritara fyrir nemandanum.
 • Samstarf sérfræðinga, verkskipting, sérhæfing, samskipti og ábyrgð verða rædd.
 • Einnig verður farið yfir hvernig maður kemur sér á framfæri í vefiðnaðinum og hverju þarf að huga að þegar maður fer að vinna sjálfstætt.
 • Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í að koma sér og verkum sínum á framfæri, kynnist nýjustu stefnum og straumum í vefþróun og fái tækifæri á að vinna með fagfólki.

Frumkvöðlafræði

 • Farið verður yfir atriði sem varða nýsköpunarstarf og frumkvöðlahugsun.
 • Nemendur fá innsýn í hvernig á að þróa verkefni frá hugmynd að veruleika.
 • Stuðningsumhverfi nýsköpunar og fjármögnunarleiðir skoðaðar. Beinagrind að viðskiptaáætlun unnin.
 • Nemendur læra að koma sér á framfæri í vefiðnaðinum og hverju þarf að huga að þegar unnið er sjálfstætt.

Lokaverkefni

 • Nemendur með mismunandi sérþekkingu vinna í hópaverkefni.
 • Unnið er með hugmynd að lokaafurð.
 • Nemendur nýta þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér á fyrri önnum námsins.
 • Unnið er náið með vefstofum og fagaðilum innan vefiðnaðarins.

Staðreyndir

 • Inntökuskilyrði

  Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Auk þess er gerð krafa um grunnþekkingu á tölvum og góða enskukunnáttu.

 • Kostnaður

  Hver önn kostar 150.000 kr. Námið er lánshæft hjá LÍN. Nemendur fá aðgang að forritum og vönduðu námsefni á netinu.

 • Að loknu námi

  Nemandi skal búa yfir nægri kunnáttu og hæfni til að koma inn á vinnumarkaðinn. Þar að auki býðst nemendum að sækja nám hjá samstarfsskóla okkar í Danmörku og útskriftast með B.A gráðu í Web Development á 3 önnum.

 • Upphaf annar

  Umsóknarfrestur er til og með 5. júní 2019. Nám hefst 19. ágúst 2019. Einungis er tekið við 26 nemendum árlega, á haustönn.

Verkefnadrifið nám

Nám hjá Vefskólanum er verkefnadrifið og við leggjum mikið upp úr því að nemendur fái að velja sér viðfangsefni eftir áhugasviði. Við vinnum náið með fyrirtækjum úr atvinnulífinu og leggjum áherslu á að það sé gaman en í leiðinni krefjandi að stunda nám við skólann.

Við vinnum mikið í hópum því við trúum á að saman gerum við hlutina betri.

Við vinnum ekki bara í tölvunni :)

Frábær aðstaða - Nemendur nota sýna eigin tölvu en fá aðgang að auka skjá á staðnum og þægilegu vinnuumhverfi.

Tveir nemendahópar Vefskólans deila kaffistofu þar sem er hægt að standa upp frá tölvunni og dreifa huganum með heitum kaffibolla.

Hér erum við staðsett í þessu fallega húsi.

Náið samstarf nemenda og kennara.

Fylgstu með okkur á Facebook

Kennarar / Fyrirlesarar

Við leggjum mikið upp úr því að nemenur fái kennslu frá fagmönnum í vefiðnaði. Við eigum í frábæru samstarfi við marga af færustu vefsnillingum landsins.

 • Davíð Halldórsson

  Kennari / Web Developer

 • Jónína verkefnastjóri í vefskólanum

  Jónína Ósk Hansen

  Kennari og verkefnastjóri

 • Jónatan Arnar Örlygsson

  Verkefnastjóri hjá Stafrænt Ísland

 • Albert Guðlaugsson

  Forritari og stofnandi Mojo vefstofu

 • Alli Metall

  Viðmótshönnuður og stofnandi KROT hönnunarstofu

 • Sigurjón Ólafsson

  Vefráðgjafi hjá funksjon.net

 • Pedro Netto

  Forritunarkennari

 • Smári forritunarkennari

  Ellert Smári Kristbergsson

  Forritunarkennari

 • Jonathan Gerlach Pedersen

  Hönnunarstjóri hjá Gangverk

 • Jóhanna Símonardóttir

  Framkvæmdarstjóri Sjá

 • Guðný Þórfríður Magnúsdóttir

  UX sérfræðingur hjá WOW air

 • Sigrún Þorsteinsdóttir

  Sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á netinu

Hafðu samband

 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Vefskoli