fbpx
en
Menu
en

Innsýn í námið

Nám í vefþróun er eina námið hér á landi sem sameinar kennslu í vefhönnun, viðmóti og vefforritun. Sérstaða námsins felst í fámennum nemendahópi, góðu aðgengi að kennurum og námsumhverfi sem stuðlar að samheldni og samvinnu nemenda.

Í náminu er rík áhersla lögð á tengsl við atvinnulífið og fagaðila innan vefiðnaðarins.

Kennsla í vefþróun fer fram á ensku.

Hér má finna gagnlegar æfingar fyrir nemendur.

Brautarlýsing

VEF21 Vefþróun

Inntökuskilyrði: Miðað er við að nemendur sem hefja nám í Vefþróun hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Ef umsækjandi hefur starfsreynslu í viðmótsforritun eða skyldum greinum verður það skoðað sérstaklega. Námið er skipulagt sem verkefnastýrt nám sem möguleiki er á að ljúka á einu ári (haustönn, vorönn og sumarönn), miðað við að nemendur stundi þetta sem fullt nám (30 einingar a önn) og er þá lokaverkefnið unnið á sumarönninni í samvinnu við fyrirtæki á markaðnum eða aðra aðila. Náminu er skipt upp í ákveðið mörg verkefni sem þarf að ljúka og getur nemandinn þannig haft áhrif á námshraða með því hversu hratt hann fer í gegnum verkefnin. Þó er ætlast til að öllu sé lokið á 2 árum.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Auk þess er gerð krafa um grunnþekkingu á tölvum og góða enskukunnáttu.

Mikill kostur er að umsækjendur hafi annaðhvort góðan grafískan bakgrunn eða grunn í forritun.

Að loknum umsóknarafresti munu nemendur fá boð um þáttöku í inntökuverkefni sem líkir eftir þeirri verkefnadrifnu aðferðarfræði sem fylgt er út námið.

Að loknu námi

Að loknu námi í vefþróun eiga nemendur að hafa næga kunnáttu og hæfni til að koma inn á atvinnumarkaðinn. Viðmótshönnuðir- og vefforritarar starfa meðal annars hjá vefstofum og í vefdeildum hjá stórum og meðal stórum fyrirtækjum sem leggja áherslu á starfsemi á vefnum.

Margir starfa þar að auki sjálfstætt og við nýsköpun.

Verkefni nemenda

Vefskólinn á Las Palmas Gran Canaria

Samstarf á Kanarý

redesigning an app

Strætó appið

Elsa’s gallery site

Animations and microinteractions

Skipulag náms

Skipulag námsins

  • Búið er að endurskrifa námskrána í vefþróun yfir í verkefnastýrt nám (sjá næsta flipa hér til hliðar).
  • Við það var námið stytt niður í 3 annir (90 fein) með möguleika á að ljúka því á einu ári. Þannig myndu nemendur í fullu námi taka haustönn, vorönn og svo sumarönn þar sem unnið væri að lokaverkefni í samvinnu við fyrirtæki undir leiðsögn kennara.
  • Gjald er þá greitt fyrir haust- og vorönn kr. 250þús. hvor önn en þá fylgir sumarönnin með (ekki greitt sérstaklega fyrir hana).
  • Mætingarskylda er í ákveðnar lotur/tíma/kynningar en þess á milli getur nemandi ráðið hvar hann vinnur verkefnin sín.

Hvað þýðir verkefnastýrt nám?

  • Námið er byggt upp á ákveðið mörgum verkefnum sem þarf að leysa.
  • Það eru verkefnin sem ráða námsframvindunni. Nemandi getur þannig stjórnað á hvaða hraða hann fer í gegn um námið með verkefnunum.
  • Það þarf að ljúka öllum verkefnum sem lögð eru fyrir.
  • Námstíminn 3 annir eða 1 ár miðast þó við að nemandinn sinni náminu að fullu eða ljúki 30 fein á önn. En hægt er að taka námið á lengri tíma fyrir þá sem það hentar.

Hér í skjali (pdf) má sjá yfirlit yfir verkefnin í náminu.

Hér er nánari lýsing á náminu á description in english

Hér má lesa aðeins nánar um uppbygginguna og verkefnin.

Umsagnir

Þetta nám hefur svo sannarlega borgaði sig!

„Hef ávallt haft einhvern áhuga á vefþróun en aldrei fundið nám sem hentaði mér eða var nógu heillandi, þar til ég fann Vefskólann. Kennararnir eru ótrúlega hjálpsamir, klárir og hvetjandi og að læra um alla króka og kima vefgeirans er einstaklega skemmtilegt og krefjandi. Þetta nám hefur sannarlega borgað sig.“

Spennt að mæta í skólann á hverjum degi!

„Ég kom inn í nám í vefþróun með miklar væntingar og get ekki sagt annað en að þær hafa algjörlega staðist. Það er greinilega mikill metnaður af hálfu stjórnenda og kennara og áhuginn hjá bekknum var alltaf mikill. Hópurinn var frábær, kennslan skemmtileg og ég var spennt að mæta í skólann á hverjum degi!“

Námið hentar vel fyrir bæði byrjendur og lengra komna!

„Námið er mjög verkefnadrifið og hvetur nemendur til að taka hugmyndir og verkefni lengra eftir kunnáttu þeirra. Það gerir það að verkum að námið hentar vel fyrir bæði byrjendur og lengra komna.“

FAQ

Spurt og svarað

Hve langt er námið í vefþróun?

Námið tekur 3 annir í fullu námi og því hægt að ljúka á 1 ári með því að taka sumarönn.

Hvað kostar námið?

Námið í heild kostar 500 þúsund. Greitt er fyrir haustönn og vorönn og er þá sumarönnin innifalin.

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Hver eru inntökuskilyrði í námið?

Nemendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi. Góða kunnátta í grafík eða forritun styrkir umsókn.

Er námið lánshæft hjá LÍN?

Já, námið er lánshæft hjá LÍN – nánar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Eru námsgögn nauðsynleg?

Nemendur þurfa að koma með sína eigin fartölvu.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!